Kjör forseta Íslands 25. júní 2016

Kjörtímabil forseta Íslands rennur út 31. júlí 2016. Í samræmi við lög skal forsetakjör fyrir næsta fjögurra ára tímabil fara fram laugardaginn 25. júní 2016. Hér á vefnum má m.a. finna leiðbeiningar fyrir kjósendur um framkvæmd kosninganna, helstu dagsetningar, kosningarétt og fleira.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og stendur til kjördags 25. júní 2016.
Fréttir

Frambjóðendur til kjörs forseta Íslands 2016 - 25.5.2016

Innanríkisráðuneytið hefur í dag gefið út auglýsingu um hverjir séu í framboði til kjörs forseta Íslands 25. júní næstkomandi í samræmi við lög um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, með síðari breytingum. Forsetaframbjóðendur eru:

Lesa meira

Tilkynning um nýtt lögheimili – síðustu forvöð föstudaginn 3. júní - 23.5.2016

Mikilvægt er fyrir kjósendur að skráning lögheimilis sé rétt á viðmiðunardegi kjörskrár, 4. júní næstkomandi, þar sem af henni ræðst í hvaða sveitarfélagi viðkomandi á að greiða atkvæði. Lesa meira

Allar fréttir