Kjör forseta Íslands 30. júní 2012

Kjörtímabil forseta Íslands rennur út 31. júlí 2012. Í samræmi við lög skal forsetakjör fyrir næsta fjögurra ára tímabil fara fram laugardaginn 30. júní 2012. Hér á vefnum má m.a. finna leiðbeiningar til kjósenda um framkvæmd kosninganna, kosningarrétt og þjónustu á kjördag.

Hvar ertu á kjörskrá?

Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum laugardaginn 30. júní næstkomandi hér á vefnum. Reykvíkingar og íbúar nokkurra stærri sveitarfélaga í landinu fá einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.


Fréttir

Skýrsla Hagstofu Íslands um forsetakjör 30. júní 2012 - 11.10.2012

Hagstofa Íslands hefur gefið út skýrslu sína um forsetakjör 30. júní 2012.  Við kosningarnar voru alls 235.743 á kjörskrá eða 73,8% landsmanna. Af þeim greiddu 163.294 atkvæði eða 69,3% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var 65,8% en kvenna nokkru hærri, 72,7%. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var óvenjuhátt eða 23,4%.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag - 30.6.2012

Á vefnum syslumenn.is eru upplýsingar frá embættum sýslumanna um það hvert kjósendur geti snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag víðs vegar um landið.

Lesa meira

Allar fréttir