Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar


Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar byggist á kosningalögum og er samvinnuverkefni nokkurra opinberra aðila. Má þar helst nefna dómsmálaráðuneytið, Þjóðskrá, landskjörstjórn, utanríkisráðuneytið, sveitarstjórnir, sýslumenn og kjörstjórnir. Þessir aðilar skipta með sér verkum og vinna að því að heildarframkvæmd kosninga fari fram með skýrum og traustum hætti. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna eins og við alþingiskosningar munu starfa nokkrar tegundir kjörstjórna, en það eru landskjörstjórn, yfirkjörstjórnir í kjördæmunum sex, undirkjörstjórnir og aðrar kjörstjórnir sveitarfélaga.