Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Kjósendur

Kosningar eru tækifæri einstaklingsins til að tjá hug sinn í verki á vettvangi stjórnmálanna og hafa áhrif á það stjórnarfar sem hann býr við. Þeir einir hafa kosningarrétt sem eru á kjörskrá þegar kosning fer fram og geta þeir neytt kosningarréttar síns bæði utan kjörfundar og á kjörfundi á kjördegi.

Hér er að finna gagnlegar upplýsingar bæði varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu og kosningaathöfnina á kjördag, en margt getur vafist fyrir kjósendum varðandi þessi atriði, hvort sem þeir eru ungir eða aldnir. Þá er hér einnig að finna kafla um kjörskrá og þau atriði sem varða gerð hennar.