Vinnuhópur endurskoðar kosningalöggjöfina

Starf vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga beinist að samræmdum lagabótum við framkvæmd kosningalöggjafarinnar. Leitað er eftir athugasemdum og tillögum almennings við endurskoðunina og hægt að koma þeim á framfæri á vefsvæði verkefnisins.


Fréttir

Kosningavefurinn mikið heimsóttur - 11.6.2014

Fjölmargar heimsóknir voru á vefinn kosning.is, kosningavef innanríkisráðuneytisins, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 31. maí síðastliðinn. Alls komu tæplega 22.500 gestir inn á vefinn frá 24.-31. maí, þar af rúmlega 11 þúsund á kjördag, samkvæmt Google Analytics. Á vefnum er að finna upplýsingar og fróðleik um framkvæmd kosninga og er hann ætlaður kjósendum, frambjóðendum og þeim sem sjá um framkvæmd kosninga.

Nánar...

Þjónusta á kjördag - 30.5.2014

Hér á eftir er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga á kjördag, svo sem um kjörskrá, kjörstaði og atriði er lúta að framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna laugardaginn 31. maí 2014.

Nánar...

Fleiri fréttir...


Flýtival