Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst laugardaginn 5. apríl

Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014

Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí 2014. Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.

Upplýsingar fyrir framboð

Leiðbeiningar fyrir þá aðila sem ætla að bjóða fram lista í komandi kosningum.


Fréttir

Fjöldi sveitarfélaga - 23.4.2014

Sveitarfélög eru nú 74 en voru 76 þegar síðast var kosið til sveitarstjórna, árið 2010. Lengst af tuttugustu öldinni voru sveitarfélögin vel yfir 200 – að öllum líkindum flest árið 1950, eða 229 - og urðu litlar breytingar á fjölda þeirra fram um 1990. Upp úr 1990 hófst aftur á móti nær samfellt skeið sameininga.

Nánar...

Kosningahandbók 2014 - 15.4.2014

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út á prenti og á rafrænu formi kosningahandbók fyrir kjörstjórnir, kjörstjóra og aðra þá aðila sem starfa við framkvæmd sveitarstjórnarkosninga. Í bókinni er m.a. að finna lög um kosningar til sveitarstjórna með atriðisorðaskrá. Nánar...

Fleiri fréttir...


Flýtival