Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Yfirlit yfir þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi

Yfirlit yfir þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi. Úr skýrslu starfshóps um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar (júní 2004)

Á liðinni öld var nokkrum sinnum efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fyrirmæla í stjórnlögum eða til þess að kanna afstöðu þjóðarinnar til einstakra málefna.

  •  Árið 1905 var á Alþingi samþykkt ályktun þar sem skorað var á stjórnarráðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu allra kosningabærra manna í landinu um hvort lögleiða skyldi bann gegn aðflutningi áfengra drykkja. Fór atkvæðagreiðslan fram samhliða þingkosningum 1908 og var samþykkt í hlutföllunum 60% með en 40% á móti. 71,5% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Árið 1915 var á Alþingi samþykkt ályktun um að fram færi atkvæðagreiðsla allra kosningabærra manna í landinu um hvort lögbjóða skyldi skylduvinnu allra heilbrigðra karlmanna á aldrinum 17–25 ára í allt að þriggja mánaða tíma í eitt skipti. Atkvæðagreiðslan fór fram samhliða næstu alþingiskosningum árið 1916 og var tillagan felld með miklum meirihluta. 80,2% voru andvíg en 7,2% samþykk. 49% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Í 2. mgr. 21. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 12/1915 var kveðið á um að ef Alþingi samþykkti breytingu á sambandinu milli Íslands og Danmerkur skyldi þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla fór síðan fram 1918 og samþykktu 90,9% dansk-íslensku sambandslögin en 7,3% voru þeim andvíg. 43,8% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem ekki voru gerðar sérstakar kröfur um kosningaþátttöku eða atkvæðamagn. Þó er vert að geta þess að í 18. gr. dansk-íslensku sambandslaganna nr. 39/1918 er fjallað um möguleg sambandsslit eftir árið 1940. Þar segir svo orðrétt í 2. mgr.: „Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, og getur þá Ríkisþingið eða Alþingi hvort fyrir sig samþykkt, að samningur sá sem fellst í þessum lögum, sé úr gildi felldur. Til þess að ályktun þessi sé gild, verða a.m.k. 2/3 þingmanna annaðhvort í hvorri deild Ríkisþingsins eða í sameinuðu Alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykkt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að ¾ atkvæðisbærra kjósenda a.m.k. hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og a.m.k. ¾ greiddra atkvæða verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi.“
  • Árið 1933 var samþykkt ályktun í sameinuðu Alþingi þar sem ríkisstjórninni var falið að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám áfengisbanns og fór sú atkvæðagreiðsla fram samhliða alþingiskosningum. Var afnám áfengisbanns samþykkt með 57,7% en 42,3% greiddu atkvæði á móti. 45,3% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Á grundvelli áður tilvitnaðs ákvæðis 18. gr. dansk-íslensku sambandslaganna frá 1918 samþykkti Alþingi 1944 ályktun þess efnis að fallinn væri niður dansk-íslenski sambandslagasamningurinn frá 1918. Í þingsályktuninni var kveðið á um það að ályktunina skyldi leggja undir atkvæði allra alþingiskjósenda til samþykktar eða synjunar. Samhliða sambandsslitum var kosið um hina nýju lýðveldisstjórnarskrá. Í 81. gr. hennar var mælt svo fyrir: „Stjórnskipunarlög þessi öðlast gildi, þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meirihluti allra kosningabærra manna í landinu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau.“ Atkvæðagreiðslan var því tvíþætt og hvorutveggja, þ.e. sambandsslitin og hin nýja stjórnarskrá samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. 97,4% samþykktu sambandsslit en 0,5% voru á móti. 95% samþykktu lögin en 1,5% voru á móti. 98,4% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

 Meðalkosningaþátttaka í atkvæðagreiðslum þessum nam 61,6%.


Yfirlit yfir þjóðaratkvæðagreiðslur

Yfirlit yfir þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi

Yfirlit yfir þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi. Úr skýrslu starfshóps um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar (júní 2004)

Á liðinni öld var nokkrum sinnum efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fyrirmæla í stjórnlögum eða til þess að kanna afstöðu þjóðarinnar til einstakra málefna.

  •  Árið 1905 var á Alþingi samþykkt ályktun þar sem skorað var á stjórnarráðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu allra kosningabærra manna í landinu um hvort lögleiða skyldi bann gegn aðflutningi áfengra drykkja. Fór atkvæðagreiðslan fram samhliða þingkosningum 1908 og var samþykkt í hlutföllunum 60% með en 40% á móti. 71,5% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Árið 1915 var á Alþingi samþykkt ályktun um að fram færi atkvæðagreiðsla allra kosningabærra manna í landinu um hvort lögbjóða skyldi skylduvinnu allra heilbrigðra karlmanna á aldrinum 17–25 ára í allt að þriggja mánaða tíma í eitt skipti. Atkvæðagreiðslan fór fram samhliða næstu alþingiskosningum árið 1916 og var tillagan felld með miklum meirihluta. 80,2% voru andvíg en 7,2% samþykk. 49% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Í 2. mgr. 21. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 12/1915 var kveðið á um að ef Alþingi samþykkti breytingu á sambandinu milli Íslands og Danmerkur skyldi þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla fór síðan fram 1918 og samþykktu 90,9% dansk-íslensku sambandslögin en 7,3% voru þeim andvíg. 43,8% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem ekki voru gerðar sérstakar kröfur um kosningaþátttöku eða atkvæðamagn. Þó er vert að geta þess að í 18. gr. dansk-íslensku sambandslaganna nr. 39/1918 er fjallað um möguleg sambandsslit eftir árið 1940. Þar segir svo orðrétt í 2. mgr.: „Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, og getur þá Ríkisþingið eða Alþingi hvort fyrir sig samþykkt, að samningur sá sem fellst í þessum lögum, sé úr gildi felldur. Til þess að ályktun þessi sé gild, verða a.m.k. 2/3 þingmanna annaðhvort í hvorri deild Ríkisþingsins eða í sameinuðu Alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykkt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að ¾ atkvæðisbærra kjósenda a.m.k. hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og a.m.k. ¾ greiddra atkvæða verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi.“
  • Árið 1933 var samþykkt ályktun í sameinuðu Alþingi þar sem ríkisstjórninni var falið að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám áfengisbanns og fór sú atkvæðagreiðsla fram samhliða alþingiskosningum. Var afnám áfengisbanns samþykkt með 57,7% en 42,3% greiddu atkvæði á móti. 45,3% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Á grundvelli áður tilvitnaðs ákvæðis 18. gr. dansk-íslensku sambandslaganna frá 1918 samþykkti Alþingi 1944 ályktun þess efnis að fallinn væri niður dansk-íslenski sambandslagasamningurinn frá 1918. Í þingsályktuninni var kveðið á um það að ályktunina skyldi leggja undir atkvæði allra alþingiskjósenda til samþykktar eða synjunar. Samhliða sambandsslitum var kosið um hina nýju lýðveldisstjórnarskrá. Í 81. gr. hennar var mælt svo fyrir: „Stjórnskipunarlög þessi öðlast gildi, þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meirihluti allra kosningabærra manna í landinu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau.“ Atkvæðagreiðslan var því tvíþætt og hvorutveggja, þ.e. sambandsslitin og hin nýja stjórnarskrá samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. 97,4% samþykktu sambandsslit en 0,5% voru á móti. 95% samþykktu lögin en 1,5% voru á móti. 98,4% atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

 Meðalkosningaþátttaka í atkvæðagreiðslum þessum nam 61,6%.