Varða

Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Þjóðaratkvæðagreiðsla um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 verður haldin laugardaginn 9. apríl 2011. Á vefnum má m.a. finna leiðbeiningar til kjósenda um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar, kosningarrétt og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

Varða

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst miðvikudaginn 16. mars, bæði innan lands og utan. Hægt er að greiða atkvæði hjá öllum sýslumönnum á landinu og erlendis hjá sendiskrifstofum Íslands og kjörræðismönnum. Smellið hér til að skoða upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

Varða

Framlagning kjörskráa

Kjörskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011 liggja frammi á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.


Fréttir

Auglýsing um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 - 15.4.2011

Í samræmi við lög um þjóðaratkvæðagreiðslu nr. 91/2010 hefur innanríkisráðuneytið nú auglýst niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór 9. apríl síðastliðinn. Ráðuneytinu ber að auglýsa niðurstöðuna í útvarpi og Lögbirtingablaðinu í kjölfar þess að landskjörstjórn upplýsir ráðuneytið um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Lesa meira

Niðurstaða talningar við þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl 2011 - 11.4.2011

Í tilkynningu frá landskjörstjórn kemur fram að alls greiddu 175.114 manns atkvæði í þjóðaratkvæaðgreiðslunni 9. apríl. Niðurstaða talningarinnar var að 69.462 svöruðu því að lögin ættu að halda gildi en 103.207 að þau skyldu falla úr gildi. Ógild atkvæði voru 2.445, þar af 2.039 auðir seðlar en 406 atkvæði var ógilt af öðrum ástæðum.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Táknmálsfrétt

  Táknmál

Táknmálsfrétt

Táknmálsfrétt um þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 sem verður haldin laugardaginn 9. apríl 2011.


Kjörskrá

Kjörskrá

Kjörskrá

Þjóðskrá Íslands sér um gerð kjörskrárstofna en samkvæmt lögum nr. 91/2010 eru á kjörskrárstofni allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 19. mars 2011 og fæddir eru 9. apríl 1993 og fyrr.


Sérprentun laga

Sérprentun laga

Sérprentun laga nr. 13/2011 (pdf)

Innanríkisráðuneytinu ber að senda öllum heimilum í landinu sérprentun laganna sem kosið er um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Dreifing ritsins hófst mánudaginn 28. mars, en það er Íslandspóstur sem annast dreifinguna fyrir hönd  ráðuneytisins. Hafi ritið ekki borist hinn 30. mars má hafa samband við þjónustufulltrúa með netsamtali, senda tölvupóst á postur@postur.is eða hafa samband við þjónustuver í síma 580 1200.