Fréttir

Opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni - 28.9.2016

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í komandi þingkosningum. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Lesa meira
Rafraen-skr.-ThI---ISL

Rafræn skráning meðmælendalista - 23.9.2016

Þjóðskrá Íslands hefur þróað rafrænt viðmót á Ísland.is til aðstoðar þeim sem safna meðmælum vegna framboðs til kosninga. Opnað var fyrir aðgang að viðmótinu 20. september síðastliðinn. Geta nú tilgreindir starfsmenn framboðs til komandi alþingiskosninga byrjað að skrá þá einstaklinga sem ljáð hafa framboði stuðning sinn með undirritun á meðmælendalista.

Lesa meira

Fleiri fréttir