Fréttir

Könnun landskjörstjórnar á fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti - 11.11.2016

Landskjörstjórn hefur birt tilkynningu þess efnis að samkvæmt útreikningum hafi staðan á vægi atkvæða við kosningarnar 29. október verið óbreytt frá síðustu alþingiskosningum. Við næstu alþingiskosningar verði því skipting þingsæta óbreytt; átta þingsæti í Norðvesturkjördæmi, sjö kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti, en þrettán í Suðvesturkjördæmi, ellefu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Í öðrum kjördæmum verður fjöldi þingsæta sá sem tilgreindur er í 8. gr. kosningalaganna .

Lesa meira

Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum og gefið út kjörbréf - 8.11.2016

Landskjörstjórn kom saman í gær, 7. nóvember, og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 29. október 2016. 

Lesa meira

Ríflega 22 þúsund heimsóknir á kjördag - 7.11.2016

Kosningavefurinn var mikið heimsóttur í aðdraganda alþingiskosninganna og á kjördag, 29. október. Heimsóknir á vefinn voru tæplega 78.000 frá 1.-29. október, þar af ríflega 22.200 á kjördag, samkvæmt talningu Google Analytics. 

Lesa meira

Þjónusta sýslumanna á kjördag vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 28.10.2016

Á vefnum syslumenn.is eru upplýsingar frá embættum sýslumanna um það hvert kjósendur geta snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag. Hér er samantekt á upplýsingum sýslumanna hringinn í kringum landið. Lesa meira

Leiðbeiningarmyndband um atkvæðagreiðslu á kjördag - 28.10.2016

Vakin er athygli á því að nú hefur verið sett inn hér á síðuna leiðbeiningarmyndband um atkvæðagreiðslu á kjördag. Vefslóðin er eftirfarandi:

Lesa meira

Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag - 28.10.2016

Yfirkjörstjórnir hafa auglýst hvar þær munu hafa aðsetur á kjördag í alþingiskosningunum næstkomandi laugardag, 29. október. Aðsetur kjörstjórnanna, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða, eru eftirfarandi:
Lesa meira

Fleiri fréttir