Fréttir

Könnun landskjörstjórnar á fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti - 11.11.2016

Landskjörstjórn hefur birt tilkynningu þess efnis að samkvæmt útreikningum hafi staðan á vægi atkvæða við kosningarnar 29. október verið óbreytt frá síðustu alþingiskosningum. Við næstu alþingiskosningar verði því skipting þingsæta óbreytt; átta þingsæti í Norðvesturkjördæmi, sjö kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti, en þrettán í Suðvesturkjördæmi, ellefu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Í öðrum kjördæmum verður fjöldi þingsæta sá sem tilgreindur er í 8. gr. kosningalaganna .

Lesa meira

Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum og gefið út kjörbréf - 8.11.2016

Landskjörstjórn kom saman í gær, 7. nóvember, og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 29. október 2016. 

Lesa meira

Ríflega 22 þúsund heimsóknir á kjördag - 7.11.2016

Kosningavefurinn var mikið heimsóttur í aðdraganda alþingiskosninganna og á kjördag, 29. október. Heimsóknir á vefinn voru tæplega 78.000 frá 1.-29. október, þar af ríflega 22.200 á kjördag, samkvæmt talningu Google Analytics. 

Lesa meira

Þjónusta á kjördag - 28.10.2016

Í innanríkisráðuneytinu verða veittar upplýsingar vegna alþingiskosninganna á morgun, laugardaginn 29. október, meðan kjörfundur stendur yfir eða frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 að kvöldi.

Lesa meira

Þjónusta sýslumanna á kjördag vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 28.10.2016

Á vefnum syslumenn.is eru upplýsingar frá embættum sýslumanna um það hvert kjósendur geta snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag. Hér er samantekt á upplýsingum sýslumanna hringinn í kringum landið. Lesa meira

Leiðbeiningarmyndband um atkvæðagreiðslu á kjördag - 28.10.2016

Vakin er athygli á því að nú hefur verið sett inn hér á síðuna leiðbeiningarmyndband um atkvæðagreiðslu á kjördag. Vefslóðin er eftirfarandi:

Lesa meira

Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag - 28.10.2016

Yfirkjörstjórnir hafa auglýst hvar þær munu hafa aðsetur á kjördag í alþingiskosningunum næstkomandi laugardag, 29. október. Aðsetur kjörstjórnanna, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða, eru eftirfarandi:
Lesa meira

Upplýsingar um kjörstaði á kjördag - 27.10.2016

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við alþingiskosningarnar 29. október 2016. Mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

Lesa meira

Kosningahandbók vegna alþingiskosninganna 29. október 2016 - 27.10.2016

Innanríkisráðuneytið hefur lögum samkvæmt gefið út handbók fyrir kjörstjórnir, kjörstjóra og aðra er starfa við framkvæmd kosninga. Í bókinni er að finna stjórnarskrána, uppfærð lög um kosningar til Alþingis og leiðbeiningar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu sjúkra o.fl.

Kosningahandbókin er aðgengileg á rafrænu formi hér að neðan. 

Lesa meira

Hlutfall kvenna á framboðslistum hærra nú en árið 2013 - 26.10.2016

Hlutfall kvenna á framboðslistum til Alþingis hefur hækkað borið saman við stöðu mála fyrir kosningarnar árið 2013. Hlutdeild þeirra í heild er nú 45% en var 41% árið 2013. Þegar litið er á fjögur efstu sætin á öllum framboðslistum hefur hlutur kvenna einnig aukist; er 46% nú en var 43% árið 2013.

Lesa meira

Tölfræði framboðslista - kynjaskipting og meðalaldur - 25.10.2016

Hér á síðuna hefur verið sett inn ýmis tölfræði sem unnin er upp úr framboðslistum vegna alþingiskosninganna 29. október næstkomandi og gerður er samanburður við framboðslista fyrir síðustu þingkosningar, árið 2013. Kynjaskipting frambjóðenda á landinu öllu er sýnd, kynjahlutföll eftir kjördæmum og einnig eru fjögur efstu sætin á framboðslistum skoðuð sérstaklega.

Lesa meira

Alls 246.515 kjósendur á kjörskrárstofni - 24.10.2016

Á kjörskrárstofnum þeim, sem Þjóðskrá Íslands hefur unnið vegna alþingiskosninganna 29. október næstkomandi, eru kjósendur 246.515 sem er fjölgun um 3,7% frá alþingiskosningunum 27. apríl 2013. Þá voru 237.807 kjósendur á kjörskrá og hefur þeim því fjölgað um 8.708. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn. Konur á kjörskrá eru 123.627 en karlar 122.888.

Lesa meira

Kjósendur sem þurfa aðstoð við atkvæðagreiðslu - 24.10.2016

Kjósendur sem þurfa á aðstoð að halda þegar þeir kjósa til Alþingis, hvort sem er við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eða á kjördag, geta fengið slíka aðstoð samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis. Hér á eftir fer lýsing á tilhögun slíkrar aðstoðar og hvaða skilyrði uppfylla þarf til að geta óskað eftir henni.

Lesa meira

Framboðslistar birtir - 62 listar með 1302 einstaklingum - 21.10.2016

Framboðslistar vegna komandi alþingiskosninga, 29. október næstkomandi, eru birtir hér á vefnum. Listarnir eru að venju flokkaðir eftir kjördæmum. Framboðslistarnir eru 62 talsins, þar af bjóða níu stjórnmálasamtök fram í öllum kjördæmunum sex. Alls eiga 1302 einstaklingar sæti á listunum.

Lesa meira

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi - 21.10.2016

Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Beiðni þarf að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, 25. október, fyrir klukkan 16.

Lesa meira
Graf-sem-synir-kynjaskiptingu-kjosenda-2016

Tölfræði úr kjörskrárstofnum - 19.10.2016

Tölulegar upplýsingar úr kjörskrárstofnum fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016 hafa nú verið settar hér á vefinn á aðgengilegan hátt. Með síunarmöguleikum er hægt að kalla fram upplýsingar eftir árum, árin 2009, 2013 og 2016, eftir kjördæmum, sveitarfélögum og kynjaskiptingu kjósenda.

Lesa meira

Framboðslistar við alþingiskosningarnar 29. október 2016 - 19.10.2016

Landskjörstjórn hefur sent frá sér tilkynningu um hvaða stjórnmálasamtök bjóði fram lista við alþingiskosningarnar 29. október nk. Alls eru 12 listar í framboði en 9 listar bjóða fram í öllum kjördæmum.

Lesa meira

Sýslumenn auglýsa aukna þjónustu - 18.10.2016

Sýslumenn auglýsa þessa dagana aukna þjónustu vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í umdæmum sínum fyrir komandi alþingiskosningar, sem og atkvæðagreiðslu á stofnunum fyrir sjúka, aldraða og fatlað fólk.

Lesa meira

Auglýsing um kjörskrár vegna alþingiskosninga - 16.10.2016

Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október 2016 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 19. október 2016.

Lesa meira

Mörk kjördæma í Reykjavík – breyting í Grafarholti - 15.10.2016

Landskjörstjórn hefur auglýst lítils háttar breytingu á mörkum kjördæma í Reykjavík og lýtur hún eingöngu að mörkum kjördæmanna í Grafarholti. Eftir breytinguna eru mörkin sem hér segir:

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar flutt í Perluna sunnudaginn 16. október - 14.10.2016

Frá og með sunnudeginum 16. október fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla á vegum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu eingöngu fram í Perlunni í Öskjuhlíð, Reykjavík. Þar verður opið alla daga milli kl. 10 og 22.

Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu - 12.10.2016

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu um tímasetningar á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á sjúkrahúsum og dvalarheimum fyrir aldraða vegna alþingiskosninganna 29. október næstkomandi.

Lesa meira

Kjörstöðum fjölgað vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 11.10.2016

Samkvæmt samkomulagi sem sýslumenn og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu hafa nokkur sýslumannsembætti, í samvinnu við sveitarfélög, fjölgað kjörstöðum til að auðvelda íbúum í umdæmum sínum að greiða atkvæði utan kjörfundar.

Lesa meira

Frestur til að fá skráðan listabókstaf rennur út á hádegi 11. október - 7.10.2016

Stjórnmálasamtök sem hafa ekki skráðan listabókstaf hjá innanríkisráðuneytinu, en hyggjast bjóða fram við alþingiskosningarnar, skulu tilkynna það ráðuneytinu eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 11. október.

Lesa meira

Framsetning framboðslista – leiðbeiningar landskjörstjórnar ásamt eyðublaði - 5.10.2016

LandskjörstjórnLandskjörstjórn hefur á vefsíðu sinni birt almennar leiðbeiningar um framsetningu á framboðslistum við komandi alþingiskosningar. Þar er jafnframt hægt að nálgast einfalt eyðublað sem stjórnmálasamtök geta notað við framsetningu framboðslista.

Lesa meira

Yfirkjörstjórnir auglýsa framboðsfrest og móttöku framboða - 4.10.2016

Þessa dagana eru að birtast í dagböðum auglýsingar yfirkjörstjórna hvar og hvenær tekið verði á móti framboðslistum í einstökum kjördæmum en framboðsfrestur rennur út föstudaginn 14. október næstkomandi, kl. 12 á hádegi.

Lesa meira

Mörk Reykjavíkurkjördæma óbreytt - 3.10.2016

Landskjörstjórn hefur auglýst að við alþingiskosningarnar 29. október 2016 skuli mörk Reykjavíkurkjördæma suður og norður dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs:

Lesa meira

Opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni - 28.9.2016

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í komandi þingkosningum. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Lesa meira
Rafraen-skr.-ThI---ISL

Rafræn skráning meðmælendalista - 23.9.2016

Þjóðskrá Íslands hefur þróað rafrænt viðmót á Ísland.is til aðstoðar þeim sem safna meðmælum vegna framboðs til kosninga. Opnað var fyrir aðgang að viðmótinu 20. september síðastliðinn. Geta nú tilgreindir starfsmenn framboðs til komandi alþingiskosninga byrjað að skrá þá einstaklinga sem ljáð hafa framboði stuðning sinn með undirritun á meðmælendalista.

Lesa meira

Listabókstafir og heiti stjórnmálasamtaka - 22.9.2016

Innanríkisráðuneytið heldur skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu alþingiskosningar. Hyggist stjórnmálasamtök, sem hafa ekki skráðan listabókstaf, bjóða fram lista við alþingiskosningar skal það tilkynnt innanríkisráðuneytinu eigi síðar en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út, þ.e. eigi síðar en á hádegi þriðjudaginn 11. október 2016.

Lesa meira

Framboðum skal skilað til hlutaðeigandi yfirkjörstjórnar - 21.9.2016

Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman almennar upplýsingar um ýmsa þætti er huga þarf að áður en framboði til Alþingis er skilað til hlutaðeigandi yfirkjörstjórnar. Þar á meðal eru upplýsingar um kjörgengi, listabókstafi, hvernig ganga skuli frá framboðslista og hvaða gögn verða að fylgja honum.

Lesa meira

New elections to the Parliament announced 29 October 2016 - 20.9.2016

The President of Iceland issued a decree on 20 September 2016 in which he dissolved the Parliament (Althingi) and announced new elections to the Parliament which will take place on 29 October 2016.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur hafist miðvikudaginn 21. september - 20.9.2016

Kjördagur fyrir kosningar til Alþingis hefur verið ákveðinn hinn 29. október 2016 og mun utankjörfundarkosning hefjast hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni svo fljótt sem kostur er, í samræmi við XII. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sýslumenn auglýsa hver á sínum stað hvar og hvenær atkvæðagreiðslan getur farið fram.

Lesa meira
heimskort

Íslenskum ríkisborgurum sem hafa verið búsettir erlendis lengur en átta ár gert kleift að kjósa - 20.9.2016

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli á að með breytingu á lögum um kosningar til Alþingis er íslenskum ríkisborgurum, sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár og sem sóttu ekki um að verða teknir á kjörskrá fyrir 1. desember 2015, gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum, 29. október næstkomandi.

Lesa meira

Alþingiskosningar verða 29. október næstkomandi - 20.9.2016

Í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar til Alþingis, nr. 97/2016, sem birt var í Stjórnartíðindum í gær kemur fram að almennar kosningar til Alþingis muni fara fram laugardaginn 29. október 2016.

Lesa meira