Helstu dagsetningar

Helstu dagsetningar í aðdraganda alþingiskosninganna 29. október 2016

 21. september Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur hafist.
Hún skal hefjast svo fljótt sem kostur er eftir auglýsingu kjördags.
Skv. 57. gr. laga um kosningar til Alþingis.
 24. september Viðmiðunardagur kjörskrár.
Skv. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis.
29. september  Umsókn íslenskra ríkisborgara sem búið hafa erlendis lengur en átta ár um að verða teknir á kjörskrá þarf að hafa borist Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi fimmtudaginn 29. september.
Skv. lögum nr. 91/2016.
 1. október Landskjörstjórn auglýsir mörk Reykjavíkurkjördæmanna eigi síðar en 1. október næstkomandi.
Skv. 7. gr. laga um kosningar til Alþingis.
 8. október Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlað fólk, fangelsum og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar.
Skv. 5. mgr. 58. gr. laga um kosningar til Alþingis.
 11. október Frestur nýrra framboða til að leggja fram ósk um listabókstaf rennur út. Skv. 2. mgr. 38. gr. laga um kosningar til Alþingis.
 14. október Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi.
Skv. 1. mgr. 30. gr. laga um kosningar til Alþingis.
 17. október Ráðuneytið auglýsir framlagningu kjörskráa.
Skv. 25. gr. laga um kosningar til Alþingis.
19. október  Landskjörstjórn auglýsir framboðslista.
Skv. 2. mgr. 44. gr. laga um kosningar til Alþingis.
19. október  Sveitarstjórnir leggja fram kjörskrár.
Skv. 1. mgr. 26. gr. laga um kosningar til Alþingis.
25. október  Ósk um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi verður að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, 25. október, fyrir klukkan 16.
Skv. 3. mgr. 58. gr. laga um kosningar til Alþingis.
 29. október  KJÖRDAGUR