Fréttir

Ríflega 22 þúsund heimsóknir á kjördag

7.11.2016

Kosningavefurinn var mikið heimsóttur í aðdraganda alþingiskosninganna og á kjördag, 29. október. Heimsóknir á vefinn voru tæplega 78.000 frá 1.-29. október, þar af ríflega 22.200 á kjördag, samkvæmt talningu Google Analytics. 

Flestir sem heimsóttu vefinn skoðuðu upplýsingar um kjörskrá, frambjóðendur, kjörstaði og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Kjósendur gátu kannað hvar þeir voru á kjörskrá og birtar voru upplýsingar um kjörstaði um allt land. Þá voru birtar ítarlegar tölfræðiupplýsingar, bæði upp úr kjörskrárstofnum og upplýsingum landskjörstjórnar um frambjóðendur.
Á kosningavefnum, sem uppfærður er fyrir hverjar kosningar, er einnig að finna ítarlegar upplýsingar og fróðleik um framkvæmd kosninga, svo sem leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og á kjördag, sem ráðuneytið hefur látið vinna. Þá eru á vefnum upplýsingar á táknmáli.