Tölfræði um alþingiskosningar

Tölfræði úr framboðslistum 2016

Graf sem sýnir hlutfall kynja á framboðslistum á landsvísu 2016 og 2013.Ýmis tölfræði unnin upp úr framboðslistum vegna alþingiskosninganna 29. október 2016 hefur verið sett hér inn. 
Sjá má samanburð við framboðslista vegna síðustu þingkosninga, árið 2013. Kynjahlutföll eru sýnd, bæði allra frambjóðenda eftir kjördæmum og einnig eru fjögur efstu sætin skoðuð sérstaklega. Meðalaldur allra frambjóðenda er sýndur, meðalaldur eftir kjördæmum og eins meðalaldur frambjóðenda í fjórum efstu sætunum. Þá er hægt að skoða einstök kjördæmi sérstaklega og loks fjölda frambjóðenda eftir sveitarfélögum sem þeir eru búsettir í.

Tölfræði úr kjörskrárstofnum 2009-2016

Tölulegar upplýsingar úr kjörskrárstofnum fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016 hafa nú verið settar hér inn á aðgengilegan hátt. Með síunarmöguleikum er hægt að kalla fram upplýsingar eftir árum, sveitarfélögum og sjá kynjahlutföll.

Vakin er athygli á því að Hagstofa Íslands gefur út endanlegar kosningaskýrslur og tölulegar upplýsingar hér endurspegla ekki endanlega kjörskrá.

Tölfræði varðandi kosningar til Alþingis 1963-2016

Hægt er að smella á tölfræðiupplýsingar frá Datamarket úr gagnagrunnum Hagstofu Íslands í veftrénu hér til hliðar.