Vefsjá - Kjörskrá

Kjörskrárstofn 2016

Á þessari síðu má sjá tölulegar upplýsingar úr kjörskrárstofni fyrir alþingiskosningar 29. október 2016. Vakin er athygli á því að Hagstofa Íslands gefur út endanlegar kosningaskýrslur og tölulegar upplýsingar hér endurspegla ekki endanlega kjörskrá. Í skýrslum Hagstofunnar er tekið tillit til fjölda látinna og þeirra sem fá nýtt ríkisfang eftir að kjörskrárstofnar voru unnir, svo og breytinga sem verða á kjörskrá vegna leiðréttinga.

Uppruni gagna

  • Þjóðskrá Íslands
  • Hagstofa Íslands

Leiðbeiningar

Hér að neðan eru síumöguleikar, hægt er að kalla fram upplýsingar eftir árum, kjördæmum, sveitarfélögum og sjá kynjahlutföll. Smellt er á viðkomandi síu og síðan smellt á þann valmöguleika sem óskað er eftir. Hægt er að velja fleiri en eina stærð í einu. Valið er staðfest með græna takkanum. Ef óskað er eftir að loka valmynd er smellt á rautt "X".

Allar myndir sem fylgja á eftir sýna upplýsingar sem eru síaðar út. Þá er einnig hægt að smella á hverja mynd til að sía út þær stærðir sem skoða á. Ef kjördæmi er valið þá birtist listi yfir sveitarfélög sem heyra þar undir.