Kjör forseta Íslands 25. júní 2016

Kjörtímabil forseta Íslands rennur út 31. júlí 2016. Í samræmi við lög skal forsetakjör fyrir næsta fjögurra ára tímabil fara fram laugardaginn 25. júní 2016. Hér á vefnum má m.a. finna leiðbeiningar fyrir kjósendur um framkvæmd kosninganna, helstu dagsetningar, kosningarétt og fleira.

Uppfletting í kjörskrá

Kjósendur geta kannað hér á vefnum hvort og þá hvar þeir eru á kjörskrá við forsetakosningarnar 25. júní.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag 25. júní

Á vef sýslumanna má sjá hvert kjósendur snúa sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag. Þeir sem það gera annars staðar en í Reykjavík verða sjálfir að sjá til þess að atkvæði þeirra komist í kjördeild í því kjördæmi þar sem þeir eru á kjörskrá.


Fréttir

Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag - 27.6.2016

Kosningavefurinn var mikið heimsóttur í aðdraganda forsetakosninganna og á kjördag, 25. júní. Alls komu ríflega 40.000 gestir inn á vefinn síðustu vikuna fyrir kosningar, þar af tæplega 20 þúsund á kjördag, samkvæmt talningu Google Analytics. 

Lesa meira

Upplýsingar um kjörstaði - 25.6.2016

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við forsetakosningarnar 25. júní. Mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

Lesa meira

Allar fréttir